Vilja gera mynd um baráttu fyrir betra lífi 14. mars 2016 07:00 Áslaug Ýr Hjartardóttir vill gera heimildarmynd með systur sinni Snædísi Rán, kvikmyndagerðarkonunni Söndru Helgadóttur og Guðnýju Einarsdóttur. Fréttablaðið/Anton brink Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is
Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira