Vilja gera mynd um baráttu fyrir betra lífi 14. mars 2016 07:00 Áslaug Ýr Hjartardóttir vill gera heimildarmynd með systur sinni Snædísi Rán, kvikmyndagerðarkonunni Söndru Helgadóttur og Guðnýju Einarsdóttur. Fréttablaðið/Anton brink Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is
Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira