Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Hugmyndin um uppbyggingu íbúða fyrir tekjulága á Akureyri verður tekin til umræðu á næsta bæjarráðsfundi. Fréttablaðið/Pjetur Húsnæðismál Kannaður verður möguleikinn á byggingu leiguíbúða fyrir tekjulágt launfólk á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Tilkynnt var um helgina að Alþýðusambandið hefði stofnað íbúðafélag og að Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætli að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. „Við munum í framhaldinu leita hófanna í nokkrum sveitarfélögum höfuðborgarinnar og síðan vítt og breitt um landið,“ segir Gylfi. „Félagið sem slíkt verður landsfélag og auðvitað eru full áform um það að sinna öllu.“ Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, segist nú þegar búinn að ræða hugmyndina um byggingu íbúða fyrir tekjulága á Akureyri við bæjarstjórann. „Við munum taka þetta til umræðu á næsta bæjarráðsfundi og væntanlega formlega fela bæjarstjóra að hafa samband við ASÍ og bjóða þeim í heimsókn til okkar og skoða fletina á því að halda þessu áfram. Það er flott að þeir hafi náð saman við Reykjavíkurborg, en ég held að það séu sóknarfæri hérna líka,“ segir Logi. Logi telur gott og viðráðanlegt verkefni að byggja fjörutíu íbúðir á ári á næstu fjórum til fimm árum, eða rúmlega 150 íbúðir á Akureyri. Gylfi segir að það fari eftir eðli máls í hvaða aðgerðir verði ráðist. „Víða á landsbyggðinni er húsnæðiskostnaður ekki vandamál og alveg ljóst að víða væri það þannig að þrátt fyrir þessi lög þá myndi leiga í þessu kerfi, ef byggt yrði nýtt á þessum stöðum, vera miklu hærri en fólki stendur nú til boða.“ Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi formaður stjórnar Byggðastofnunar, segist treysta því að Alþýðusambandið muni byggja leiguhúsnæði út um allt land. „Það vantar úti um allt land gríðarlega mikið af leiguhúsnæði. Fólk er tregt til að kaupa á stöðum þar sem fasteignamarkaðurinn hefur verið mjög kaldur og fólk óttast að ef það myndi kaupa hús gæti það ekki selt það aftur. Á þeim stöðum er gríðarleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði.“ saeunn@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Húsnæðismál Kannaður verður möguleikinn á byggingu leiguíbúða fyrir tekjulágt launfólk á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Tilkynnt var um helgina að Alþýðusambandið hefði stofnað íbúðafélag og að Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætli að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. „Við munum í framhaldinu leita hófanna í nokkrum sveitarfélögum höfuðborgarinnar og síðan vítt og breitt um landið,“ segir Gylfi. „Félagið sem slíkt verður landsfélag og auðvitað eru full áform um það að sinna öllu.“ Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, segist nú þegar búinn að ræða hugmyndina um byggingu íbúða fyrir tekjulága á Akureyri við bæjarstjórann. „Við munum taka þetta til umræðu á næsta bæjarráðsfundi og væntanlega formlega fela bæjarstjóra að hafa samband við ASÍ og bjóða þeim í heimsókn til okkar og skoða fletina á því að halda þessu áfram. Það er flott að þeir hafi náð saman við Reykjavíkurborg, en ég held að það séu sóknarfæri hérna líka,“ segir Logi. Logi telur gott og viðráðanlegt verkefni að byggja fjörutíu íbúðir á ári á næstu fjórum til fimm árum, eða rúmlega 150 íbúðir á Akureyri. Gylfi segir að það fari eftir eðli máls í hvaða aðgerðir verði ráðist. „Víða á landsbyggðinni er húsnæðiskostnaður ekki vandamál og alveg ljóst að víða væri það þannig að þrátt fyrir þessi lög þá myndi leiga í þessu kerfi, ef byggt yrði nýtt á þessum stöðum, vera miklu hærri en fólki stendur nú til boða.“ Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi formaður stjórnar Byggðastofnunar, segist treysta því að Alþýðusambandið muni byggja leiguhúsnæði út um allt land. „Það vantar úti um allt land gríðarlega mikið af leiguhúsnæði. Fólk er tregt til að kaupa á stöðum þar sem fasteignamarkaðurinn hefur verið mjög kaldur og fólk óttast að ef það myndi kaupa hús gæti það ekki selt það aftur. Á þeim stöðum er gríðarleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði.“ saeunn@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira