Skoða beri aðra flugvallarvalkosti Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 21:30 Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira