Skoða beri aðra flugvallarvalkosti Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 21:30 Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira