Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Una Sighvatsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:00 Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24