Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. mars 2016 07:15 Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. Hann er nú laus úr varðhaldi líkt og hin þrjú. „Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég.“ Á þessum orðum hefst innsend grein héraðsdómslögmannsins Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í dag. Í síðustu viku var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á peningamisferli. Þrír aðrir voru handteknir vegna málsins. Athygli vakti að lögmaðurinn var handtekinn þegar hann mætti í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum. „Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn,“ skrifar Steinbergur. Þar vísar hann til umfjöllunar fjölmiðla, þar á meðal Vísis, um tvo dóma sem hann hlaut á sautjánda aldursári fyrir skjalafals auk átta mánaða skilorðsbundins dóms í upphafi þessarar aldar einnig fyrir skjalafals. Í grein sinni rekur lögmaðurinn það hvernig áhugi fjölmiðla hafi verið minni á því að þriggja daga gæsluvarðhaldið hafi ekki verið nýtt til fulls. Þá hafi því einnig verið sleppt að undanfarin átján ár hafi hann verið edrú, lokið laganámi og lifað í „ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið.“ „Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum,“ ritar Steinbergur. Í niðurlagi greinarinnar þakkar hann stuðning vina og viðskiptavina sinna síðustu daga. Hann muni halda sínu striki þó það muni líklegast ekki þykja fréttnæmt. Tengdar fréttir Einskiptisáhugi Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku 10. mars 2016 07:00 Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég.“ Á þessum orðum hefst innsend grein héraðsdómslögmannsins Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í dag. Í síðustu viku var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á peningamisferli. Þrír aðrir voru handteknir vegna málsins. Athygli vakti að lögmaðurinn var handtekinn þegar hann mætti í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum. „Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn,“ skrifar Steinbergur. Þar vísar hann til umfjöllunar fjölmiðla, þar á meðal Vísis, um tvo dóma sem hann hlaut á sautjánda aldursári fyrir skjalafals auk átta mánaða skilorðsbundins dóms í upphafi þessarar aldar einnig fyrir skjalafals. Í grein sinni rekur lögmaðurinn það hvernig áhugi fjölmiðla hafi verið minni á því að þriggja daga gæsluvarðhaldið hafi ekki verið nýtt til fulls. Þá hafi því einnig verið sleppt að undanfarin átján ár hafi hann verið edrú, lokið laganámi og lifað í „ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið.“ „Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum,“ ritar Steinbergur. Í niðurlagi greinarinnar þakkar hann stuðning vina og viðskiptavina sinna síðustu daga. Hann muni halda sínu striki þó það muni líklegast ekki þykja fréttnæmt.
Tengdar fréttir Einskiptisáhugi Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku 10. mars 2016 07:00 Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Einskiptisáhugi Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku 10. mars 2016 07:00
Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00