Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 07:00 Karlmennirnir þrír eru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú. Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú.
Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00