Dæmdur fyrir skjalafals áður en hann varð lögmaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 10:30 Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manninum snemma á síðasta áratug. Hann fór síðar í laganám. Vísir/GVA Héraðsdómslögmaður á fimmtugsaldri sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er einn fjögurra sem verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag en þangað til á mánudag var hann verjandi eins hinna þriggja. Vísir greindi frá málinu í morgun en lögmaðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir skjalafals. Lögmaðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals snemma á síðasta áratug en málið var sérstakt. Rak hann spilaklúbb ásamt félögum sínum og framvísaði svo fjórum ávísunum, undirrituðum af einum félaganna, upp á milljón krónur hver og gerði tilraun til að leysa þá út í banka.Reyndi að leysa út fjórar ávísanir upp á milljón krónur hver.VísirÁvísanirnar virðist hann hafa tekið úr tékkhefti eins félagans sem geymdi heftið í spilaklúbbnum. Þær voru undirritaðar af félaganum og sá sem sá um að gera upp hvert kvöld hafði leyfi til að fylla þær út. Þegar maðurinn, sem síðar fór í laganám og er í dag starfandi héraðsdómslögmaður, reyndi að innleysa þær og þær reyndust innistæðulausar lét hann þá í lögfræðiinnheimtu. Átti hann þó engan rétt á greiðslu frá félaga sínum eins og segir í dómnum. Í kjölfarið höfðaði hann einkamál á hendur félaga sínum að greiða milljónirnar fjórar en málið var að lokum fellt niður. Með þessari háttsemi taldi dómurinn fullsannað að maðurinn hefði notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að brotið varðaði háar fjárhæðir og háttsemin benti til ákveðins brotavilja. Meðferð málsins tók hins vegar afar langan tíma eða um fjögur ár. Þótti því átta mánaða skilorðsbundinn dómur réttlætanlegur. Þá hlaut lögmaðurinn einnig tvo dóma á sautjánda aldursári fyrir skjalafals. Tengdar fréttir Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Héraðsdómslögmaður á fimmtugsaldri sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er einn fjögurra sem verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag en þangað til á mánudag var hann verjandi eins hinna þriggja. Vísir greindi frá málinu í morgun en lögmaðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir skjalafals. Lögmaðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals snemma á síðasta áratug en málið var sérstakt. Rak hann spilaklúbb ásamt félögum sínum og framvísaði svo fjórum ávísunum, undirrituðum af einum félaganna, upp á milljón krónur hver og gerði tilraun til að leysa þá út í banka.Reyndi að leysa út fjórar ávísanir upp á milljón krónur hver.VísirÁvísanirnar virðist hann hafa tekið úr tékkhefti eins félagans sem geymdi heftið í spilaklúbbnum. Þær voru undirritaðar af félaganum og sá sem sá um að gera upp hvert kvöld hafði leyfi til að fylla þær út. Þegar maðurinn, sem síðar fór í laganám og er í dag starfandi héraðsdómslögmaður, reyndi að innleysa þær og þær reyndust innistæðulausar lét hann þá í lögfræðiinnheimtu. Átti hann þó engan rétt á greiðslu frá félaga sínum eins og segir í dómnum. Í kjölfarið höfðaði hann einkamál á hendur félaga sínum að greiða milljónirnar fjórar en málið var að lokum fellt niður. Með þessari háttsemi taldi dómurinn fullsannað að maðurinn hefði notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að brotið varðaði háar fjárhæðir og háttsemin benti til ákveðins brotavilja. Meðferð málsins tók hins vegar afar langan tíma eða um fjögur ár. Þótti því átta mánaða skilorðsbundinn dómur réttlætanlegur. Þá hlaut lögmaðurinn einnig tvo dóma á sautjánda aldursári fyrir skjalafals.
Tengdar fréttir Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00