Einskiptisáhugi Steinbergur Finnbogason skrifar 10. mars 2016 07:00 Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar