Sjúkrahótel bráðnauðsynlegt íbúum landsbyggðarinnar Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús sem sinnir öllum landsmönnum, hvar svo sem þeir búa. vísir/gva Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir það alvarlegt mál verði ekkert sjúkrahótel starfrækt í höfuðborginni eftir 30. apríl næstkomandi. Landspítali sé þjóðarsjúkrahús og þurfi að geta sinnt öllu landinu. „Til Landspítala koma margir sjúklingar utan af landi og því brýnt að þeir sjúklingar geti nálgast þjónustuna hnökralaust. Því er bráðnauðsynlegt að fyrir hendi sé sjúkrahótelþjónusta fyrir þá einstaklinga. Sjúkrahótel er mikilvægur liður í þjónustu við sjúklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu langa leið,“ segir Bjarni. Fyrir skömmu rifti Heilsumiðstöðin samningi sínum við Sjúkratryggingar um rekstur sjúkrahótels við Ármúla. Taldi fyrirtækið sig ekki geta rekið þjónustuna áfram í óbreyttri mynd og vera bitbein tveggja opinberra stofnana. Samningur um rekstur sjúkrahótelsins rennur út þann 30. apríl næstkomandi. Eftir þann tíma verður ekkert starfandi sjúkrahótel á höfuðborgarsvæðinu ef áfram heldur sem horfir.Sigríður I. Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Formaður velferðarnefndar Alþingis, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, segir þessa þjónustu skipta miklu máli fyrir Landspítalann og skorar á stjórnvöld að drífa í að leita leiða til að sjúkrahótel verði starfrækt áfram. „Það er mikilvægt að stjórnvöld hafi snör handtök og finni lausn á þessum vanda. Á Landspítalanum vinnur fólk undir miklu álagi og er þessi vandi aðeins til að auka á álag heilbrigðisstarfsfólks. Einnig er það ódýrara fyrir hið opinbera að starfrækja sjúkrahótel en að hafa einstaklinga inni á legurýmum spítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á Akureyri gerðu Sjúkratryggingar rammasamning við tvö gistiheimili að loknu útboði um gistingu fyrir sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri sem koma langt að og þurfa gistingu. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi í Reykjavík, að nýta sams konar úrræði, það er að gera samninga við fjölda gististaða um að taka að sér sjúkrahótelþjónustu og fjölga þannig rúmum fyrir sjúklinga. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu um framkvæmd samninga Sjúkratrygginga við ríkið og átelur heilbrigðisráðuneytið fyrir að hafa ekki stigið inn í erfið samskipti milli stofnana. Telur Ríkisendurskoðun að höggva hefði þurft á hnúta fyrir löngu. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir það alvarlegt mál verði ekkert sjúkrahótel starfrækt í höfuðborginni eftir 30. apríl næstkomandi. Landspítali sé þjóðarsjúkrahús og þurfi að geta sinnt öllu landinu. „Til Landspítala koma margir sjúklingar utan af landi og því brýnt að þeir sjúklingar geti nálgast þjónustuna hnökralaust. Því er bráðnauðsynlegt að fyrir hendi sé sjúkrahótelþjónusta fyrir þá einstaklinga. Sjúkrahótel er mikilvægur liður í þjónustu við sjúklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu langa leið,“ segir Bjarni. Fyrir skömmu rifti Heilsumiðstöðin samningi sínum við Sjúkratryggingar um rekstur sjúkrahótels við Ármúla. Taldi fyrirtækið sig ekki geta rekið þjónustuna áfram í óbreyttri mynd og vera bitbein tveggja opinberra stofnana. Samningur um rekstur sjúkrahótelsins rennur út þann 30. apríl næstkomandi. Eftir þann tíma verður ekkert starfandi sjúkrahótel á höfuðborgarsvæðinu ef áfram heldur sem horfir.Sigríður I. Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Formaður velferðarnefndar Alþingis, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, segir þessa þjónustu skipta miklu máli fyrir Landspítalann og skorar á stjórnvöld að drífa í að leita leiða til að sjúkrahótel verði starfrækt áfram. „Það er mikilvægt að stjórnvöld hafi snör handtök og finni lausn á þessum vanda. Á Landspítalanum vinnur fólk undir miklu álagi og er þessi vandi aðeins til að auka á álag heilbrigðisstarfsfólks. Einnig er það ódýrara fyrir hið opinbera að starfrækja sjúkrahótel en að hafa einstaklinga inni á legurýmum spítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á Akureyri gerðu Sjúkratryggingar rammasamning við tvö gistiheimili að loknu útboði um gistingu fyrir sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri sem koma langt að og þurfa gistingu. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi í Reykjavík, að nýta sams konar úrræði, það er að gera samninga við fjölda gististaða um að taka að sér sjúkrahótelþjónustu og fjölga þannig rúmum fyrir sjúklinga. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu um framkvæmd samninga Sjúkratrygginga við ríkið og átelur heilbrigðisráðuneytið fyrir að hafa ekki stigið inn í erfið samskipti milli stofnana. Telur Ríkisendurskoðun að höggva hefði þurft á hnúta fyrir löngu.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira