Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 16:23 vísir/anton brink Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira