"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 08:37 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira