Sorglegar framkvæmdir á Grensásvegi segja vagnstjórar Strætó Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2016 07:00 Strætisvagni ekið upp breyttan Grensásveg þar sem akreinarnar sem áður voru tvær verða að einni. Vísir/Eyþór Vagnstjórar hjá Strætó bs. segjast harma að borgaryfirvöld séu sífellt að þrengja að ferðum strætisvagna um götur borgarinnar með framkvæmdum sínum. „Það er mjög sorglegt að hlusta á borgaryfirvöld tala digurbarkalega í fjölmiðlum um að efla þurfi almenningssamgöngur og greiða forgang þeirra í gatnakerfinu á sama tíma og hindrunum er stöðugt brugðið fyrir eðlilegan akstur strætisvagna,“ segir í ályktun fundar vagnstjóranna. Skipulagsyfirvöld borgarinnar eru sögð vinna markvisst að þrengingum á leiðum strætisvagnanna. „Nægir þar að nefna hina sorglegu framkvæmd á Grensásvegi og núna síðast þrengingar á Geirsgötu og Lækjartorgi.“ Þá krefjast vagnstjórar þess að hraðahindranir verði fjarlægðar þar sem kostur sé. „Þær eru heilsuspillandi og bjóða upp á stoðkerfisvandamál hjá vagnstjórum. Auk þess fara hraðahindranir illa með vagnaflotann sem er þegar orðinn gamall og slitinn og bilanatíðni há,“ segja þeir í ályktun sinni. Þá segja vagnstjórarnir að umferð í höfuðborginni hafi aukist svo um muni á milli ára og full þörf sé á að endurskoða leiðakerfi og tímatöflur í því ljósi. „Fundurinn harmar að lokum að borgaryfirvöld klifi á umræðu um léttlestarkerfi og borgarlínu með tilheyrandi tugmilljóna kostnaði í stað þess að hlúa að núverandi strætisvagnakerfi,“ segja þeir. „Vagnar sem aka til dæmis um miðbæinn standast ekki lengur tímaáætlanir og því er erfitt fyrir viðskiptavini að treysta á þjónustu þeirra. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð valkostur?“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Vagnstjórar hjá Strætó bs. segjast harma að borgaryfirvöld séu sífellt að þrengja að ferðum strætisvagna um götur borgarinnar með framkvæmdum sínum. „Það er mjög sorglegt að hlusta á borgaryfirvöld tala digurbarkalega í fjölmiðlum um að efla þurfi almenningssamgöngur og greiða forgang þeirra í gatnakerfinu á sama tíma og hindrunum er stöðugt brugðið fyrir eðlilegan akstur strætisvagna,“ segir í ályktun fundar vagnstjóranna. Skipulagsyfirvöld borgarinnar eru sögð vinna markvisst að þrengingum á leiðum strætisvagnanna. „Nægir þar að nefna hina sorglegu framkvæmd á Grensásvegi og núna síðast þrengingar á Geirsgötu og Lækjartorgi.“ Þá krefjast vagnstjórar þess að hraðahindranir verði fjarlægðar þar sem kostur sé. „Þær eru heilsuspillandi og bjóða upp á stoðkerfisvandamál hjá vagnstjórum. Auk þess fara hraðahindranir illa með vagnaflotann sem er þegar orðinn gamall og slitinn og bilanatíðni há,“ segja þeir í ályktun sinni. Þá segja vagnstjórarnir að umferð í höfuðborginni hafi aukist svo um muni á milli ára og full þörf sé á að endurskoða leiðakerfi og tímatöflur í því ljósi. „Fundurinn harmar að lokum að borgaryfirvöld klifi á umræðu um léttlestarkerfi og borgarlínu með tilheyrandi tugmilljóna kostnaði í stað þess að hlúa að núverandi strætisvagnakerfi,“ segja þeir. „Vagnar sem aka til dæmis um miðbæinn standast ekki lengur tímaáætlanir og því er erfitt fyrir viðskiptavini að treysta á þjónustu þeirra. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð valkostur?“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira