Sorglegar framkvæmdir á Grensásvegi segja vagnstjórar Strætó Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2016 07:00 Strætisvagni ekið upp breyttan Grensásveg þar sem akreinarnar sem áður voru tvær verða að einni. Vísir/Eyþór Vagnstjórar hjá Strætó bs. segjast harma að borgaryfirvöld séu sífellt að þrengja að ferðum strætisvagna um götur borgarinnar með framkvæmdum sínum. „Það er mjög sorglegt að hlusta á borgaryfirvöld tala digurbarkalega í fjölmiðlum um að efla þurfi almenningssamgöngur og greiða forgang þeirra í gatnakerfinu á sama tíma og hindrunum er stöðugt brugðið fyrir eðlilegan akstur strætisvagna,“ segir í ályktun fundar vagnstjóranna. Skipulagsyfirvöld borgarinnar eru sögð vinna markvisst að þrengingum á leiðum strætisvagnanna. „Nægir þar að nefna hina sorglegu framkvæmd á Grensásvegi og núna síðast þrengingar á Geirsgötu og Lækjartorgi.“ Þá krefjast vagnstjórar þess að hraðahindranir verði fjarlægðar þar sem kostur sé. „Þær eru heilsuspillandi og bjóða upp á stoðkerfisvandamál hjá vagnstjórum. Auk þess fara hraðahindranir illa með vagnaflotann sem er þegar orðinn gamall og slitinn og bilanatíðni há,“ segja þeir í ályktun sinni. Þá segja vagnstjórarnir að umferð í höfuðborginni hafi aukist svo um muni á milli ára og full þörf sé á að endurskoða leiðakerfi og tímatöflur í því ljósi. „Fundurinn harmar að lokum að borgaryfirvöld klifi á umræðu um léttlestarkerfi og borgarlínu með tilheyrandi tugmilljóna kostnaði í stað þess að hlúa að núverandi strætisvagnakerfi,“ segja þeir. „Vagnar sem aka til dæmis um miðbæinn standast ekki lengur tímaáætlanir og því er erfitt fyrir viðskiptavini að treysta á þjónustu þeirra. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð valkostur?“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vagnstjórar hjá Strætó bs. segjast harma að borgaryfirvöld séu sífellt að þrengja að ferðum strætisvagna um götur borgarinnar með framkvæmdum sínum. „Það er mjög sorglegt að hlusta á borgaryfirvöld tala digurbarkalega í fjölmiðlum um að efla þurfi almenningssamgöngur og greiða forgang þeirra í gatnakerfinu á sama tíma og hindrunum er stöðugt brugðið fyrir eðlilegan akstur strætisvagna,“ segir í ályktun fundar vagnstjóranna. Skipulagsyfirvöld borgarinnar eru sögð vinna markvisst að þrengingum á leiðum strætisvagnanna. „Nægir þar að nefna hina sorglegu framkvæmd á Grensásvegi og núna síðast þrengingar á Geirsgötu og Lækjartorgi.“ Þá krefjast vagnstjórar þess að hraðahindranir verði fjarlægðar þar sem kostur sé. „Þær eru heilsuspillandi og bjóða upp á stoðkerfisvandamál hjá vagnstjórum. Auk þess fara hraðahindranir illa með vagnaflotann sem er þegar orðinn gamall og slitinn og bilanatíðni há,“ segja þeir í ályktun sinni. Þá segja vagnstjórarnir að umferð í höfuðborginni hafi aukist svo um muni á milli ára og full þörf sé á að endurskoða leiðakerfi og tímatöflur í því ljósi. „Fundurinn harmar að lokum að borgaryfirvöld klifi á umræðu um léttlestarkerfi og borgarlínu með tilheyrandi tugmilljóna kostnaði í stað þess að hlúa að núverandi strætisvagnakerfi,“ segja þeir. „Vagnar sem aka til dæmis um miðbæinn standast ekki lengur tímaáætlanir og því er erfitt fyrir viðskiptavini að treysta á þjónustu þeirra. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð valkostur?“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent