Sorglegar framkvæmdir á Grensásvegi segja vagnstjórar Strætó Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2016 07:00 Strætisvagni ekið upp breyttan Grensásveg þar sem akreinarnar sem áður voru tvær verða að einni. Vísir/Eyþór Vagnstjórar hjá Strætó bs. segjast harma að borgaryfirvöld séu sífellt að þrengja að ferðum strætisvagna um götur borgarinnar með framkvæmdum sínum. „Það er mjög sorglegt að hlusta á borgaryfirvöld tala digurbarkalega í fjölmiðlum um að efla þurfi almenningssamgöngur og greiða forgang þeirra í gatnakerfinu á sama tíma og hindrunum er stöðugt brugðið fyrir eðlilegan akstur strætisvagna,“ segir í ályktun fundar vagnstjóranna. Skipulagsyfirvöld borgarinnar eru sögð vinna markvisst að þrengingum á leiðum strætisvagnanna. „Nægir þar að nefna hina sorglegu framkvæmd á Grensásvegi og núna síðast þrengingar á Geirsgötu og Lækjartorgi.“ Þá krefjast vagnstjórar þess að hraðahindranir verði fjarlægðar þar sem kostur sé. „Þær eru heilsuspillandi og bjóða upp á stoðkerfisvandamál hjá vagnstjórum. Auk þess fara hraðahindranir illa með vagnaflotann sem er þegar orðinn gamall og slitinn og bilanatíðni há,“ segja þeir í ályktun sinni. Þá segja vagnstjórarnir að umferð í höfuðborginni hafi aukist svo um muni á milli ára og full þörf sé á að endurskoða leiðakerfi og tímatöflur í því ljósi. „Fundurinn harmar að lokum að borgaryfirvöld klifi á umræðu um léttlestarkerfi og borgarlínu með tilheyrandi tugmilljóna kostnaði í stað þess að hlúa að núverandi strætisvagnakerfi,“ segja þeir. „Vagnar sem aka til dæmis um miðbæinn standast ekki lengur tímaáætlanir og því er erfitt fyrir viðskiptavini að treysta á þjónustu þeirra. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð valkostur?“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vagnstjórar hjá Strætó bs. segjast harma að borgaryfirvöld séu sífellt að þrengja að ferðum strætisvagna um götur borgarinnar með framkvæmdum sínum. „Það er mjög sorglegt að hlusta á borgaryfirvöld tala digurbarkalega í fjölmiðlum um að efla þurfi almenningssamgöngur og greiða forgang þeirra í gatnakerfinu á sama tíma og hindrunum er stöðugt brugðið fyrir eðlilegan akstur strætisvagna,“ segir í ályktun fundar vagnstjóranna. Skipulagsyfirvöld borgarinnar eru sögð vinna markvisst að þrengingum á leiðum strætisvagnanna. „Nægir þar að nefna hina sorglegu framkvæmd á Grensásvegi og núna síðast þrengingar á Geirsgötu og Lækjartorgi.“ Þá krefjast vagnstjórar þess að hraðahindranir verði fjarlægðar þar sem kostur sé. „Þær eru heilsuspillandi og bjóða upp á stoðkerfisvandamál hjá vagnstjórum. Auk þess fara hraðahindranir illa með vagnaflotann sem er þegar orðinn gamall og slitinn og bilanatíðni há,“ segja þeir í ályktun sinni. Þá segja vagnstjórarnir að umferð í höfuðborginni hafi aukist svo um muni á milli ára og full þörf sé á að endurskoða leiðakerfi og tímatöflur í því ljósi. „Fundurinn harmar að lokum að borgaryfirvöld klifi á umræðu um léttlestarkerfi og borgarlínu með tilheyrandi tugmilljóna kostnaði í stað þess að hlúa að núverandi strætisvagnakerfi,“ segja þeir. „Vagnar sem aka til dæmis um miðbæinn standast ekki lengur tímaáætlanir og því er erfitt fyrir viðskiptavini að treysta á þjónustu þeirra. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð valkostur?“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira