Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2016 15:34 Helgi Hjörvar leggur frumvarpið fram ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. vísir/valli Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. Í fréttatilkynningu sem þingmennirnir hafa sent frá sér vegna frumvarpsins kemur fram að Samfylkingin hafi „haft þá stefnu að besta leiðin til að afneman verðtryggingu sé að ganga í Evrópusambandið og taka í kjölfarið upp evru sem gjaldmiðil,“ en þar sem núverandi ríkisstjórn hafi gert hlé á aðildarviðræðum við ESB sé sú leið ekki fær nú. Því þurfi að leita annarra leiða til að afnema verðtrygginguna. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ýmis rök hnígi að afnámi almennrar verðtryggingar. Meðal annars sé þörf á aukinni neytendavernd auk þess sem margvísleg efnahagsleg rök séu fyrir því að afnema verðtrygginguna: „Í óstöðugu og sveiflukenndu efnahagslífi er áhættan af lánastarfsemi einhliða á herðum lántakandans. Þetta leiddi m.a. til kröfu um almenna niðurfærslu verðtryggðra lána í kjölfar hruns krónunnar 2008. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stóð í kjölfarið fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og setti þannig ákveðið fordæmi fyrir því hvernig bregðast skuli við efnahagssveiflum í framtíðinni. Margir lántakendur taka enn verðtryggð lán þrátt fyrir reynsluna af hruni og verðbólgu, enda er greiðslubyrði verðtryggðra lána oft lægri í fyrstu.“ Þá gera þingmennirnir jafnframt að umræðuefni í fréttatilkynningunni loforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um að verðtrygging yrði afnumin. „Það loforð hefur ekki verið efnt þó forsætisráðherra hafi viðrað hugmyndir sýnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu. Það er því ljóst að staða verðtryggingar á lánamarkaði er í uppnámi og mikilvægt að bregðast við af festu. Þess vegna er mikilvægt að löggjafinn dragi úr óvissu með því að banna verðtryggð neytendalán með skýrum hætti.“ Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. Í fréttatilkynningu sem þingmennirnir hafa sent frá sér vegna frumvarpsins kemur fram að Samfylkingin hafi „haft þá stefnu að besta leiðin til að afneman verðtryggingu sé að ganga í Evrópusambandið og taka í kjölfarið upp evru sem gjaldmiðil,“ en þar sem núverandi ríkisstjórn hafi gert hlé á aðildarviðræðum við ESB sé sú leið ekki fær nú. Því þurfi að leita annarra leiða til að afnema verðtrygginguna. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ýmis rök hnígi að afnámi almennrar verðtryggingar. Meðal annars sé þörf á aukinni neytendavernd auk þess sem margvísleg efnahagsleg rök séu fyrir því að afnema verðtrygginguna: „Í óstöðugu og sveiflukenndu efnahagslífi er áhættan af lánastarfsemi einhliða á herðum lántakandans. Þetta leiddi m.a. til kröfu um almenna niðurfærslu verðtryggðra lána í kjölfar hruns krónunnar 2008. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stóð í kjölfarið fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og setti þannig ákveðið fordæmi fyrir því hvernig bregðast skuli við efnahagssveiflum í framtíðinni. Margir lántakendur taka enn verðtryggð lán þrátt fyrir reynsluna af hruni og verðbólgu, enda er greiðslubyrði verðtryggðra lána oft lægri í fyrstu.“ Þá gera þingmennirnir jafnframt að umræðuefni í fréttatilkynningunni loforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um að verðtrygging yrði afnumin. „Það loforð hefur ekki verið efnt þó forsætisráðherra hafi viðrað hugmyndir sýnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu. Það er því ljóst að staða verðtryggingar á lánamarkaði er í uppnámi og mikilvægt að bregðast við af festu. Þess vegna er mikilvægt að löggjafinn dragi úr óvissu með því að banna verðtryggð neytendalán með skýrum hætti.“
Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01
Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02