Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2016 15:34 Helgi Hjörvar leggur frumvarpið fram ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. vísir/valli Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. Í fréttatilkynningu sem þingmennirnir hafa sent frá sér vegna frumvarpsins kemur fram að Samfylkingin hafi „haft þá stefnu að besta leiðin til að afneman verðtryggingu sé að ganga í Evrópusambandið og taka í kjölfarið upp evru sem gjaldmiðil,“ en þar sem núverandi ríkisstjórn hafi gert hlé á aðildarviðræðum við ESB sé sú leið ekki fær nú. Því þurfi að leita annarra leiða til að afnema verðtrygginguna. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ýmis rök hnígi að afnámi almennrar verðtryggingar. Meðal annars sé þörf á aukinni neytendavernd auk þess sem margvísleg efnahagsleg rök séu fyrir því að afnema verðtrygginguna: „Í óstöðugu og sveiflukenndu efnahagslífi er áhættan af lánastarfsemi einhliða á herðum lántakandans. Þetta leiddi m.a. til kröfu um almenna niðurfærslu verðtryggðra lána í kjölfar hruns krónunnar 2008. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stóð í kjölfarið fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og setti þannig ákveðið fordæmi fyrir því hvernig bregðast skuli við efnahagssveiflum í framtíðinni. Margir lántakendur taka enn verðtryggð lán þrátt fyrir reynsluna af hruni og verðbólgu, enda er greiðslubyrði verðtryggðra lána oft lægri í fyrstu.“ Þá gera þingmennirnir jafnframt að umræðuefni í fréttatilkynningunni loforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um að verðtrygging yrði afnumin. „Það loforð hefur ekki verið efnt þó forsætisráðherra hafi viðrað hugmyndir sýnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu. Það er því ljóst að staða verðtryggingar á lánamarkaði er í uppnámi og mikilvægt að bregðast við af festu. Þess vegna er mikilvægt að löggjafinn dragi úr óvissu með því að banna verðtryggð neytendalán með skýrum hætti.“ Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. Í fréttatilkynningu sem þingmennirnir hafa sent frá sér vegna frumvarpsins kemur fram að Samfylkingin hafi „haft þá stefnu að besta leiðin til að afneman verðtryggingu sé að ganga í Evrópusambandið og taka í kjölfarið upp evru sem gjaldmiðil,“ en þar sem núverandi ríkisstjórn hafi gert hlé á aðildarviðræðum við ESB sé sú leið ekki fær nú. Því þurfi að leita annarra leiða til að afnema verðtrygginguna. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ýmis rök hnígi að afnámi almennrar verðtryggingar. Meðal annars sé þörf á aukinni neytendavernd auk þess sem margvísleg efnahagsleg rök séu fyrir því að afnema verðtrygginguna: „Í óstöðugu og sveiflukenndu efnahagslífi er áhættan af lánastarfsemi einhliða á herðum lántakandans. Þetta leiddi m.a. til kröfu um almenna niðurfærslu verðtryggðra lána í kjölfar hruns krónunnar 2008. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stóð í kjölfarið fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og setti þannig ákveðið fordæmi fyrir því hvernig bregðast skuli við efnahagssveiflum í framtíðinni. Margir lántakendur taka enn verðtryggð lán þrátt fyrir reynsluna af hruni og verðbólgu, enda er greiðslubyrði verðtryggðra lána oft lægri í fyrstu.“ Þá gera þingmennirnir jafnframt að umræðuefni í fréttatilkynningunni loforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um að verðtrygging yrði afnumin. „Það loforð hefur ekki verið efnt þó forsætisráðherra hafi viðrað hugmyndir sýnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu. Það er því ljóst að staða verðtryggingar á lánamarkaði er í uppnámi og mikilvægt að bregðast við af festu. Þess vegna er mikilvægt að löggjafinn dragi úr óvissu með því að banna verðtryggð neytendalán með skýrum hætti.“
Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01
Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02