Howard Webb þorði ekki að segja heiminum frá þráhyggju sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 16:00 Howard Webb í úrslitaleik HM 2010. Vísir/Getty Howard Webb var á sínum tíma fremsti fótboltadómari heims en enginn fékk að vita af því að hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma. Howard Webb dæmdi meðal annars bæði úrslitaleik HM og úrslitaleik Meistaradeildarinnar sumarið 2010 en hann hefur nú lagt flautuna á hilluna. Howard Webb hefur gert upp ferill sinn í nýrri ævisögu og þar segir hann í fyrsta sinn frá glímu sinni við mikla þráhyggju. Eitt af skiptunum sem þessi þráhyggja hans kom fram var í aðdraganda úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 en þar mættust Holland og Spánn. Webb fékk að dæma leikinn aðeins rúmum mánuði eftir að hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Howard Webb segir frá því að hann hafi farið hvað eftir annað í og úr dómaratreyjunni inn í búningsklefanum. Alls fór hann sex sinnum aftur úr dómaratreyjunni áður en hann gat loksins haldið áfram undirbúningi sínum fyrir leikinn. „Neikvæðar hugsanir komu alltaf aftur og aftur. Ég fann kvíðann magnast og varð bara að fara aftur úr til að losna við kvíðann,“ segir Webb í ævisögu sinni. Howard Webb segist aldrei hafa dottið það í hug að segja frá þráhyggju sinni á þeim tíma sem hann var starfandi dómari enda viss um að hann fengi mjög neikvæð viðbrögð. "Dómari verður að gefa þá mynd af sér að hann sé ákveðinn og fullur sjálfstrausts,“ sagði Howard Webb. Webb segist vera stoltur af úrslitaleiknum á HM 2010 en hann fékk þó mikla gagnrýni fyrir að hafa ekki rekið Hollendinginn Nigel de Jong af velli fyrir ljótt brot á Xabi Alonso. Webb gaf samt fjórtán gul og eitt rautt í leiknum. „Sumir leikir eru bara ómögulegir að dæma. Þessi var einn af þeim,“ sagði Howard Webb.Vísir/GettyVísir/Getty Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Howard Webb var á sínum tíma fremsti fótboltadómari heims en enginn fékk að vita af því að hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma. Howard Webb dæmdi meðal annars bæði úrslitaleik HM og úrslitaleik Meistaradeildarinnar sumarið 2010 en hann hefur nú lagt flautuna á hilluna. Howard Webb hefur gert upp ferill sinn í nýrri ævisögu og þar segir hann í fyrsta sinn frá glímu sinni við mikla þráhyggju. Eitt af skiptunum sem þessi þráhyggja hans kom fram var í aðdraganda úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 en þar mættust Holland og Spánn. Webb fékk að dæma leikinn aðeins rúmum mánuði eftir að hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Howard Webb segir frá því að hann hafi farið hvað eftir annað í og úr dómaratreyjunni inn í búningsklefanum. Alls fór hann sex sinnum aftur úr dómaratreyjunni áður en hann gat loksins haldið áfram undirbúningi sínum fyrir leikinn. „Neikvæðar hugsanir komu alltaf aftur og aftur. Ég fann kvíðann magnast og varð bara að fara aftur úr til að losna við kvíðann,“ segir Webb í ævisögu sinni. Howard Webb segist aldrei hafa dottið það í hug að segja frá þráhyggju sinni á þeim tíma sem hann var starfandi dómari enda viss um að hann fengi mjög neikvæð viðbrögð. "Dómari verður að gefa þá mynd af sér að hann sé ákveðinn og fullur sjálfstrausts,“ sagði Howard Webb. Webb segist vera stoltur af úrslitaleiknum á HM 2010 en hann fékk þó mikla gagnrýni fyrir að hafa ekki rekið Hollendinginn Nigel de Jong af velli fyrir ljótt brot á Xabi Alonso. Webb gaf samt fjórtán gul og eitt rautt í leiknum. „Sumir leikir eru bara ómögulegir að dæma. Þessi var einn af þeim,“ sagði Howard Webb.Vísir/GettyVísir/Getty
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira