Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2016 18:38 Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir. Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir.
Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04