Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2016 17:12 „Mér finnst ógeðslegt að sjá þessi skrif og það hvernig fólk horfir á hlutina og reynir að toga þá í einhverjum pólitískum tilgangi,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis um umræðu sem hefur skapast í tengslum við fréttaflutning af símtali Sturlu Pálssonar til eiginkonu sinnar Helgu Jónsdóttur í miðju bankahruninu. Sturla er framkvæmdastjóri markaðssviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands en árið 2012 viðurkenndi hann í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara að hafa brotið trúnað með því að hringja í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, sem var á þeim tíma lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, í miðju bankahruninu árið 2008 og sagt henni frá því að mögulega yrði einum af bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Bent hefur verið á að Helga tilheyrir Engeyjarættinni en Guðrún Sveinsdóttir, móðir hennar, er systir Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar.Sjá einnig:Reyndir ritstjórar rífast vegna Engeyjartengingar „Þetta er bara ógeðslegt, ég get ekki annað sagt, sagði Bjarni Benediktsson um þessa umræðu í Reykjavík síðdegis.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands.VísirHann sagði að hér hefði átt sér stað mikil rannsókn á eftirhrunsárum þar sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefði fengið víðtækar rannsóknarheimildir, mun meiri en áður hefur þekkst, til að velta við hverjum steini í rannsókn á aðdraganda hrunsins. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara hefðu einnig lagst í rannsóknir á hrunmálum. Fjöldi mála hefðu verið send í kærumeðferð, hundruð manna hafi verið hleruð og mörg málanna endað í ákæruferli. Hann spurði hvort menn haldi að slitastjórnir föllnu bankanna hafi ekki skoðað hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað fyrir og eftir hrun til að gæta hagsmuna kröfuhafanna. Bjarni var augljóslega ósáttur við þessa umræðu og sagði einnig að ekkert nýtt hefði komið fram í Kastljósþættinum í gærkvöldi, sem einnig var fjallað um í kvöldfréttum Stöðvar 2, og nefndi þar símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um neyðarlán til Kaupþings.Bjarni vandar Birni Val Gíslasyni ekki kveðjurnar.Vísir / GVA„Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því síðan núna í miðja kosningabaráttuna til að rugla menn í ríminu og setja anda hrunsins yfir síðustu daga fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef menn skoðuðuð hvað þarna væri verið að segja og hvaðan það kemur þá sé augljóst að skjalið sem var vitnað í eigi uppruna sinn hjá sérstökum saksóknara. „En mér fannst gefið í skyn í þessum þætti, og ég heyri það og sé að það eru kunnugleg andlit vinstri manna sem spretta fram eftir þennan þátt menn eins og Björn Valur Gíslason, einn aðalmaðurinn í Landsdómsákærumálinu sem er ein mesta skömm okkar Íslendinga á eftirhrunsárunum, og segja nú þarf að rannsaka og skoða og eflaust þarf að saksækja og ákæra. Þetta vekur allt með manni óhug og óbragð. Það er ekkert í þessu máli sem hefur ekki verið skoðað í bak og fyrir. Hafi einhvers staðar verið ástæða til að taka málin á næsta stig þá hefur það verið gert og engin ástæða til að velta fyrir sér á nokkurn hátt að þessi átta ára gömlu mál séu enn óskoðuð,“ sagði Bjarni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16 Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05 Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
„Mér finnst ógeðslegt að sjá þessi skrif og það hvernig fólk horfir á hlutina og reynir að toga þá í einhverjum pólitískum tilgangi,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis um umræðu sem hefur skapast í tengslum við fréttaflutning af símtali Sturlu Pálssonar til eiginkonu sinnar Helgu Jónsdóttur í miðju bankahruninu. Sturla er framkvæmdastjóri markaðssviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands en árið 2012 viðurkenndi hann í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara að hafa brotið trúnað með því að hringja í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, sem var á þeim tíma lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, í miðju bankahruninu árið 2008 og sagt henni frá því að mögulega yrði einum af bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Bent hefur verið á að Helga tilheyrir Engeyjarættinni en Guðrún Sveinsdóttir, móðir hennar, er systir Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar.Sjá einnig:Reyndir ritstjórar rífast vegna Engeyjartengingar „Þetta er bara ógeðslegt, ég get ekki annað sagt, sagði Bjarni Benediktsson um þessa umræðu í Reykjavík síðdegis.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands.VísirHann sagði að hér hefði átt sér stað mikil rannsókn á eftirhrunsárum þar sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefði fengið víðtækar rannsóknarheimildir, mun meiri en áður hefur þekkst, til að velta við hverjum steini í rannsókn á aðdraganda hrunsins. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara hefðu einnig lagst í rannsóknir á hrunmálum. Fjöldi mála hefðu verið send í kærumeðferð, hundruð manna hafi verið hleruð og mörg málanna endað í ákæruferli. Hann spurði hvort menn haldi að slitastjórnir föllnu bankanna hafi ekki skoðað hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað fyrir og eftir hrun til að gæta hagsmuna kröfuhafanna. Bjarni var augljóslega ósáttur við þessa umræðu og sagði einnig að ekkert nýtt hefði komið fram í Kastljósþættinum í gærkvöldi, sem einnig var fjallað um í kvöldfréttum Stöðvar 2, og nefndi þar símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um neyðarlán til Kaupþings.Bjarni vandar Birni Val Gíslasyni ekki kveðjurnar.Vísir / GVA„Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því síðan núna í miðja kosningabaráttuna til að rugla menn í ríminu og setja anda hrunsins yfir síðustu daga fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef menn skoðuðuð hvað þarna væri verið að segja og hvaðan það kemur þá sé augljóst að skjalið sem var vitnað í eigi uppruna sinn hjá sérstökum saksóknara. „En mér fannst gefið í skyn í þessum þætti, og ég heyri það og sé að það eru kunnugleg andlit vinstri manna sem spretta fram eftir þennan þátt menn eins og Björn Valur Gíslason, einn aðalmaðurinn í Landsdómsákærumálinu sem er ein mesta skömm okkar Íslendinga á eftirhrunsárunum, og segja nú þarf að rannsaka og skoða og eflaust þarf að saksækja og ákæra. Þetta vekur allt með manni óhug og óbragð. Það er ekkert í þessu máli sem hefur ekki verið skoðað í bak og fyrir. Hafi einhvers staðar verið ástæða til að taka málin á næsta stig þá hefur það verið gert og engin ástæða til að velta fyrir sér á nokkurn hátt að þessi átta ára gömlu mál séu enn óskoðuð,“ sagði Bjarni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16 Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05 Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16
Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels