14 ára stúlka kærir Facebook vegna hefndarkláms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2016 14:40 Árið 2011 greindi Facebook frá því að nýtti sér tólk frá Microsoft, svokallað PhotoDNA, til þess að bera kennsl á myndir og efni sem mætti flokka sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Vísir/Getty Dómari í Belfast á Norður-Írlandi hefur hafnað beiðni bandaríska stórfyrirtækisins Facebook um að vísa frá kæru 14 ára stúlku sem hefur kært fyrirtækið vegna ítrekaðar birtingar á nektarmynd af stúlkunni. Lögfræðingar stúlkunar segja að maður, sem einnig hefur verið kærður af stúlkunni, hafi ítrekað birt nektarmyndina af stúlkunni á samfélagsmiðlinum Facebook til þess að hefna sín á henni. Vildi Facebook að málinu yrði vísað frá á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi oftar en einu sinni tekið myndina niður en lögfræðingar hennar segja að það hafi ekki dugað til. Facebook væri með tæki og tól til þess að koma í veg fyrir myndbirtingu slíkra mynda og hefði átt að koma í veg fyrir að hægt væri að birta myndina aftur eftir að búið var að taka hana niður einu sinni. Hafnaði dómari beiðni Facebook og mun málið fara fyrir dómSjá einnig: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“Þessi mynd þótti of gróf fyrir Facebook en nektarmynd af hinni 14 ára gömlu stúlku slapp ítrekað í gegn.Mynd/AftenpostenÁrið 2011 greindi Facebook frá því að nýtti sér tólk frá Microsoft, svokallað PhotoDNA, til þess að bera kennsl á myndir og efni sem mætti flokka sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Á það að bera kennsl á slíkar myndir og koma í veg fyrir að hægt sé að deila þeim á Facebook. Er tólið enn í notkun en Facebook hefur ekki svarað spurningum um hvernig myndin sem um ræðir í þessu máli hafi sloppið í gegnum PhotoDNA. Lögfræðingar stúlkunnar segja að myndbirtingin sé skýrt dæmi um hefndarklám og megi einnig flokka sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Sækis stúlkan eftir skaðabótum, bæði frá Facebook og manninum sem birti myndirnar.Varpar ljósi á ósamræmi Facebook Paul Tweed, sérfræðingar í lagaumhverfi fjölmiðla, segir að málið varpi ljósi á ósamræmi í stefnu Facebook varðandi myndir þar sem sjá má nakta einstaklinga. Stutt er síðan Facebook var harðlega gagnrýnt víða um heim fyrir að eyða færslum þar sem sjá mátti eina frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Myndin var tekin í Víetnam-stríðinu og á henni sést nakin stúlka flýja undan napalm-árasum. Sagði Facebook að ljósmyndin bryti í bága við reglum Facebook um birtingu á myndum af nöktum börnum. Facebook lét á endanum undan gagnrýninni sem skapaðist eftir að ritstjóri Aftenposten í Noregi gagnrýndi Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, harðlega fyrir stefnu fyrirtækisins í ritskoðun og sagði fyrirtækið ekki gera greinarmun á stríðsljósmyndum og barnaklámi. Tengdar fréttir BA-ritgerðin Syndir holdsins: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“ Stafrænt kynferðisofbeldi var umfjöllunarefni Huldu Hólmkelsdóttur í lokaverkefni hennar í stjórnmálafræði. 14. júlí 2016 13:30 Twitter tekur á hefndarklámi Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið. 12. mars 2015 12:08 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Dómari í Belfast á Norður-Írlandi hefur hafnað beiðni bandaríska stórfyrirtækisins Facebook um að vísa frá kæru 14 ára stúlku sem hefur kært fyrirtækið vegna ítrekaðar birtingar á nektarmynd af stúlkunni. Lögfræðingar stúlkunar segja að maður, sem einnig hefur verið kærður af stúlkunni, hafi ítrekað birt nektarmyndina af stúlkunni á samfélagsmiðlinum Facebook til þess að hefna sín á henni. Vildi Facebook að málinu yrði vísað frá á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi oftar en einu sinni tekið myndina niður en lögfræðingar hennar segja að það hafi ekki dugað til. Facebook væri með tæki og tól til þess að koma í veg fyrir myndbirtingu slíkra mynda og hefði átt að koma í veg fyrir að hægt væri að birta myndina aftur eftir að búið var að taka hana niður einu sinni. Hafnaði dómari beiðni Facebook og mun málið fara fyrir dómSjá einnig: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“Þessi mynd þótti of gróf fyrir Facebook en nektarmynd af hinni 14 ára gömlu stúlku slapp ítrekað í gegn.Mynd/AftenpostenÁrið 2011 greindi Facebook frá því að nýtti sér tólk frá Microsoft, svokallað PhotoDNA, til þess að bera kennsl á myndir og efni sem mætti flokka sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Á það að bera kennsl á slíkar myndir og koma í veg fyrir að hægt sé að deila þeim á Facebook. Er tólið enn í notkun en Facebook hefur ekki svarað spurningum um hvernig myndin sem um ræðir í þessu máli hafi sloppið í gegnum PhotoDNA. Lögfræðingar stúlkunnar segja að myndbirtingin sé skýrt dæmi um hefndarklám og megi einnig flokka sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Sækis stúlkan eftir skaðabótum, bæði frá Facebook og manninum sem birti myndirnar.Varpar ljósi á ósamræmi Facebook Paul Tweed, sérfræðingar í lagaumhverfi fjölmiðla, segir að málið varpi ljósi á ósamræmi í stefnu Facebook varðandi myndir þar sem sjá má nakta einstaklinga. Stutt er síðan Facebook var harðlega gagnrýnt víða um heim fyrir að eyða færslum þar sem sjá mátti eina frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Myndin var tekin í Víetnam-stríðinu og á henni sést nakin stúlka flýja undan napalm-árasum. Sagði Facebook að ljósmyndin bryti í bága við reglum Facebook um birtingu á myndum af nöktum börnum. Facebook lét á endanum undan gagnrýninni sem skapaðist eftir að ritstjóri Aftenposten í Noregi gagnrýndi Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, harðlega fyrir stefnu fyrirtækisins í ritskoðun og sagði fyrirtækið ekki gera greinarmun á stríðsljósmyndum og barnaklámi.
Tengdar fréttir BA-ritgerðin Syndir holdsins: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“ Stafrænt kynferðisofbeldi var umfjöllunarefni Huldu Hólmkelsdóttur í lokaverkefni hennar í stjórnmálafræði. 14. júlí 2016 13:30 Twitter tekur á hefndarklámi Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið. 12. mars 2015 12:08 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
BA-ritgerðin Syndir holdsins: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“ Stafrænt kynferðisofbeldi var umfjöllunarefni Huldu Hólmkelsdóttur í lokaverkefni hennar í stjórnmálafræði. 14. júlí 2016 13:30
Twitter tekur á hefndarklámi Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið. 12. mars 2015 12:08
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00