Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 15:39 "Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa," segir María. vísir/gva María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“ Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“
Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03