Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 18:03 Fanney Björk Ásbjörnsdóttir hefur verið veik af lifrarbólgu C um áraskeið en sjúkdómurinn uppgötvaðist ekki fyrr en fyrir um tíu árum. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fékk í dag samþykkt að mál hennar gegn ríkinu fái flýtimeðferð. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf. Ríkið hefur tvær vikur til að skila greinargerð og málið verður tekið fyrir í ágúst að öllum líkindum. RÚV greinir frá. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Fanneyjar, segir í samtali við RÚV að einungis sé samþykkt að mál fái flýtimeðferð þegar um ríka hagsmuni sé að ræða. Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Annar lögmaður Fanneyjar, Hjördís Birna Hjartardóttir, krafðist þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð. „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún. Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20 Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fékk í dag samþykkt að mál hennar gegn ríkinu fái flýtimeðferð. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf. Ríkið hefur tvær vikur til að skila greinargerð og málið verður tekið fyrir í ágúst að öllum líkindum. RÚV greinir frá. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Fanneyjar, segir í samtali við RÚV að einungis sé samþykkt að mál fái flýtimeðferð þegar um ríka hagsmuni sé að ræða. Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Annar lögmaður Fanneyjar, Hjördís Birna Hjartardóttir, krafðist þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð. „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún.
Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20 Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20
Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30