Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 15:39 "Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa," segir María. vísir/gva María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“ Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“
Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03