Stjórnarskrárfélagið sendir Sameinuðu þjóðunum bréf um vanefndir ríkisstjórnarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:04 Ný stjórnarskrá var samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu en hefur ekki enn litið dagsins ljós. Vísir/Pjetur Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36
Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11
Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58
Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45
Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01