Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Höskuldur Kári Schram skrifar 7. mars 2013 20:01 Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira