Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Höskuldur Kári Schram skrifar 7. mars 2013 20:01 Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður. Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður.
Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“