„Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 10:07 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Stefán/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira