„Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 10:07 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Stefán/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Sjá meira