„Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 10:07 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Stefán/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira