Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 13:57 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira