Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Helsingsborg sem vann 1-2 sigur á Halmstads í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Anton Wede kom Helsingsborg yfir eftir 21 mínútur og Mattias Lindström tvöfaldaði forskotið á 72. mínútu. Junes Barny minnkaði muninn á 84. mínútu en nær komst Halmstads ekki.
Helsingsborg er í 3. sæti deildarinnar með fimm stig eftir þrjá leiki.
Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku báðir allan leikinn í vörn Örebro sem laut í gras fyrir Falkenbergs.
Adam Eriksson kom Falkenbergs yfir á 25. mínútu og Johannes Vall gulltryggði svo sigurinn í uppbótartíma.
Örebro er með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni.
Helsingborg vann sinn fyrsta leik | Örebro enn án sigurs
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun
Enski boltinn

Úlfarnir steinlágu gegn City
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn
