„Ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna“ Heimir Már Pétursson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2015 13:39 Guðlaugur Þór Þórðarson. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“ Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“
Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent