Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Bjarki Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar. Vísir/Ernir Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“ Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“
Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent