Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Bjarki Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar. Vísir/Ernir Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“ Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“
Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41