Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Bjarki Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar. Vísir/Ernir Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“ Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“
Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41