Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júlí 2015 15:14 Sjöfn Garðarsdóttir. Vísir/Facebook „Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn Garðarsdóttir sem er ein þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem bjó í íbúðunum sem Tjarnarverk ehf. keypti af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Um er að ræða 90 íbúðir og hefur Vísir fjallað um óánægju íbúa þeirra með þann leigusamning sem Tjarnarverk hefur boðið þeim og er í mörgum tilvikum um að ræða tugþúsunda hækkun á mánaðargreiðslum vegna leigusamnings.Sjöfn segir ástand íbúðarinnar slæmt.Vísir/FacebookSjöfn segist hafa gert nýjan leigusamning við Íbúðalánasjóð um mánaðamótin apríl maí þar sem leigan var hækkuð úr 92 þúsund krónum í 99 þúsund krónur.Tjarnarverk keypti síðan íbúðina sem hún leigði við Hjallaveg 3 í Njarðvík af Íbúðalánasjóði og vildi í kjölfarið hækka leiguverðið um 33 prósent, eða upp í 130 þúsund fyrir mánuðinn. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn sem segir ástand íbúðarinnar hafa verið afar slæmt og þurft að búa við myglusvepp og rakapöddur og hafi hún og sonur hennar glímt við veikindi vegna þess. Sjöfn segist ekkert hafa heyrt frá Tjarnarverki eftir að hún fór úr íbúðinni. Sjálf vill hún búa áfram Reykjanesbæ en segir fáar íbúðir á lausu. Hún er öryrki og sonur hennar langveikur. „Hann vinnur í Fjölsmiðjunni og þarf á meðferðum að halda. Það er mikið í húfi fyrir hann að þurfa að breyta um umhverfi.“Uppfært 19:50: Sjöfn segir í samtali við Vísi nú undir kvöld að það hafi ekki verið rétt hjá sér líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að forsvarsmenn Tjarnarverks hafi sagt að hún mætti ekki fara úr eigninni. Hún segist hafa fengið val um tvo kosti - annað hvort að skrifa undir nýjan samning eða fara út. Tengdar fréttir „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn Garðarsdóttir sem er ein þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem bjó í íbúðunum sem Tjarnarverk ehf. keypti af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Um er að ræða 90 íbúðir og hefur Vísir fjallað um óánægju íbúa þeirra með þann leigusamning sem Tjarnarverk hefur boðið þeim og er í mörgum tilvikum um að ræða tugþúsunda hækkun á mánaðargreiðslum vegna leigusamnings.Sjöfn segir ástand íbúðarinnar slæmt.Vísir/FacebookSjöfn segist hafa gert nýjan leigusamning við Íbúðalánasjóð um mánaðamótin apríl maí þar sem leigan var hækkuð úr 92 þúsund krónum í 99 þúsund krónur.Tjarnarverk keypti síðan íbúðina sem hún leigði við Hjallaveg 3 í Njarðvík af Íbúðalánasjóði og vildi í kjölfarið hækka leiguverðið um 33 prósent, eða upp í 130 þúsund fyrir mánuðinn. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn sem segir ástand íbúðarinnar hafa verið afar slæmt og þurft að búa við myglusvepp og rakapöddur og hafi hún og sonur hennar glímt við veikindi vegna þess. Sjöfn segist ekkert hafa heyrt frá Tjarnarverki eftir að hún fór úr íbúðinni. Sjálf vill hún búa áfram Reykjanesbæ en segir fáar íbúðir á lausu. Hún er öryrki og sonur hennar langveikur. „Hann vinnur í Fjölsmiðjunni og þarf á meðferðum að halda. Það er mikið í húfi fyrir hann að þurfa að breyta um umhverfi.“Uppfært 19:50: Sjöfn segir í samtali við Vísi nú undir kvöld að það hafi ekki verið rétt hjá sér líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að forsvarsmenn Tjarnarverks hafi sagt að hún mætti ekki fara úr eigninni. Hún segist hafa fengið val um tvo kosti - annað hvort að skrifa undir nýjan samning eða fara út.
Tengdar fréttir „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45
Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37