Enski boltinn

Tvær tölfræðiþrennur í húsi hjá Falcao

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Radamel Falcao fagnar marki sínu í dag.
Radamel Falcao fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Radamel Falcao tryggði Manchester United 1-1 jafntefli á móti Stoke City á Britannia Stadium í dag í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í ár.

Þetta var aðeins þriðja úrvalsdeildarmark Falcao á tímabilinu (í 13 leikjum) en honum tókst engu að síður með því að fullkomna tvær tölfræðiþrennur. Þær eru kannski tilgangslausar en skemmtilegar.

Falcao skoraði með vinstri fæti á Britannia-leikvanginum í dag en hann hafði áður skorað með hægri fæti á móti Everton og með skalla á móti Aston Villa. Það var spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo sem tók þetta saman.

Fjórtán leikmenn hafa skorað með vinstri, hægri og skalla í ensku úrvalsdeildinni í vetur en þeir eru Charlie Austin, Danny Welbeck, Diego Costa, Edin Hazard, Graziano Pellè, Harry Kane, Jonathan Walters, Leonardo Ulloa, Mohamed Diamé, Nacer Chadli, Nikica Jelavic, Papiss Demba Cissé, Peter Crouch, og Robin van Persie.

Hin "þrenna" Falcao kemur að búningi United en hann skoraði í bláa búningnum á móti Stoke í dag en hafði áður skorað í rauða búningnum á móti Everton og í hvíta búningnum á móti Aston Villa.

Þetta var aðeins áttundi leikurinn sem Radamel Falcao byrjar á tímabilinu en hann hefur bara skorað þegar hann hefur verið í byrjunarliðinu.

Markið á móti Stoke.Vísir/Getty
Markið á móti Aston Villa.Vísir/Getty
Markið á móti Everton.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×