Enski boltinn

Harry Kane: Þetta sýnir hvað við erum góðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. Vísir/Getty
Harry Kane var maðurinn á bak við fjögur af fimm mörkum Tottenham í 5-3 sigri á toppliði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Kappinn var líka kátur í leikslok.

„Þetta sýnir hvað við erum góðir. Með því að skora fimm mörk á móti einni bestu vörninni í heiminum sýnir að við erum að ná saman sem lið," sagði Harry Kane við BBC sem skoraði tvö frábær mörk í leiknum auk þess að fiska víti og gefa stoðsendingu.

„Þetta var frábær sigur. Við getum auðvitað verið óánægðir með að fá á okkur þessi tvö mörk í lokin en við erum mjög ánægðir með sigurinn," sagði Kane.

Harry Kane er nú kominn með sjö mörk og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni en þessi 21 árs gamli strákur er að komast í hóp bestu leikmanna deildarinnar.

„Ég nýt þess bara að spila. Vonandi get ég haldið áfram á sömu braut en það mikilvægasta er að liðið sé að vinna leikina," sagði Kane.

Hér fyrir neðan má sjá mörk Harry Kane í leiknum.





Harry Kane jafnar metin í 1-1 Harry Kane skorar fjórða mark Tottenham

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×