Innlent

Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Vísir/Vilhelm
Þrjár ungar konur leituðu til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir verslunarmannahelgina en brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannayjum. Þetta segir Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Ríkisútvarpið.

RÚV hefur eftir Eyrúnu að öll brot séu alvarleg en það sé undir þolendum komið hvort þau verða kærð. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að enginn hefði leitað til samtakanna vegna kynferðisbrota yfir verslunarmannahelgina en það gerist vanalega ekki fyrr en rúmlega viku síðar.


Tengdar fréttir

Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.