Könnuðu úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á þjóðhátið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. ágúst 2015 18:53 Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04
Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?