Könnuðu úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á þjóðhátið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. ágúst 2015 18:53 Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04
Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48