Könnuðu úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á þjóðhátið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. ágúst 2015 18:53 Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04
Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48