Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00