Sevilla hefur fest kaup á franska miðjumanninum Steven N'Zonzi frá Stoke City.
Sevilla borgar Stoke sjö milljónir punda fyrir N'Zonzi sem lék í þrjú ár með enska liðinu. Frakkinn gerði fjögurra ára samning við Sevilla sem lenti í 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, auk þess sem liðið vann Evrópudeildina annað árið í röð.
N'Zonzi kom til Stoke frá Blackburn sumarið 2012 fyrir þrjár milljónir punda. Hann lék 109 af 114 deildarleikjum Stoke á síðustu þremur tímabilum og skoraði sex mörk.
Stoke endaði í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Stoke missir lykilmann til Spánar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

