Þorsteinn Már: „Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2015 21:11 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30
Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04