Þorsteinn Már: „Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2015 21:11 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30
Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent