Afglæpavæðing vændis aðeins eitt mála á dagskrá ársþings Amnesty Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. ágúst 2015 16:39 Anna Lúðvíksdóttir Íslandsdeild Amnesty fara út til Dublin með opinn hug. mynd/anna og vísir/getty „Þetta er eitt af málunum sem stendur til að ræða á þinginu,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. „Þetta er alls ekki eina málið á dagskrá og villandi að setja fram á þann hátt.“ Heimsþing Amnesty International fer fram í vikunni í Dublin, höfuðborg Írlands. Á þinginu verður rætt hvaða stefnu samtökin eigi að taka á komandi árum í málum tengdum mannréttindum. Eins og fram hefur komið á Vísi er meðal annars til umræðu hvort samtökin taki afstöðu til afglæpavæðingu vændis. Fimm fulltrúar fara á þingið fyrir Íslands hönd. „Það hefur verið í umræðunni undanfarið ár hvort Amnesty eigi að taka afstöðu til málsins og þetta verður tekið til umræðu núna. Enn liggur ekki fyrir hvaða afstaða verður tekin í málinu eða hvort afstaða verði tekin yfirhöfuð,“ segir Anna. Anna bendir á að það með umræðunni er ekki litið svo á að það séu mannréttindi að geta keypt vændi. Hins vegar hafa fundarmenn í hyggju að reyna að tryggja að ekki sé brotið á mannréttindum þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði. „Við frá Íslandi munum fara út með opinn hug, hlusta á með- og mótrök áður en við ákveðum hvaða afstöðu við tökum. Við viljum tryggja að mannréttindi fólks í kynlífsiðnaði, og allra, séu sem best varin á öllum stundum,“ segir Anna að lokum. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Þetta er eitt af málunum sem stendur til að ræða á þinginu,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. „Þetta er alls ekki eina málið á dagskrá og villandi að setja fram á þann hátt.“ Heimsþing Amnesty International fer fram í vikunni í Dublin, höfuðborg Írlands. Á þinginu verður rætt hvaða stefnu samtökin eigi að taka á komandi árum í málum tengdum mannréttindum. Eins og fram hefur komið á Vísi er meðal annars til umræðu hvort samtökin taki afstöðu til afglæpavæðingu vændis. Fimm fulltrúar fara á þingið fyrir Íslands hönd. „Það hefur verið í umræðunni undanfarið ár hvort Amnesty eigi að taka afstöðu til málsins og þetta verður tekið til umræðu núna. Enn liggur ekki fyrir hvaða afstaða verður tekin í málinu eða hvort afstaða verði tekin yfirhöfuð,“ segir Anna. Anna bendir á að það með umræðunni er ekki litið svo á að það séu mannréttindi að geta keypt vændi. Hins vegar hafa fundarmenn í hyggju að reyna að tryggja að ekki sé brotið á mannréttindum þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði. „Við frá Íslandi munum fara út með opinn hug, hlusta á með- og mótrök áður en við ákveðum hvaða afstöðu við tökum. Við viljum tryggja að mannréttindi fólks í kynlífsiðnaði, og allra, séu sem best varin á öllum stundum,“ segir Anna að lokum.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira