Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 18:48 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira