Hvatningin ekki til staðar hjá Helga Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2015 07:15 Helgi Valur lék með þremur félögum í Svíþjóð en hér hann í leik með AIK árið 2012. vísir/getty „Ég er hættur eins og er. Það er kominn tími til að skipta um gír,“ segir Helgi Valur Daníelsson en þær fregnir bárust frá félagi hans, AGF í Danmörku, í gærmorgun að Helgi Valur hefði fengið samningi sínum við félagið rift þar sem hann vilji binda enda á knattspyrnuferil sinn. „Ég er búinn að spila fótbolta alla mína ævi en í lengri tíð hef ég verið að hugsa um annað sem ég gæti gert við tíma minn,“ sagði hinn 33 ára Helgi Valur við Fréttablaðið í gær. Hann var þá kominn aftur heim til Portúgals en þar býr hann með konu sinni og þremur börnum. „Fjölskyldunni líður vel hér og hér ætlum við að vera eitthvað áfram,“ bætir hann við. Helgi Valur útilokar þó ekki að spila á Íslandi í framtíðinni, þó svo að það sé ekki í kortunum nú.Endurgjalda konunni minni Fjölskyldan flutti til Portúgals árið 2013 þegar Helgi Valur samdi við Belenenses. „Konan mín er hér í góðri vinnu og börnunum líður vel í skólanum. Hún er að hefja sinn starfsferil og ég vildi ekki setja hennar plön úr skorðum. Hún hefur nú elt mig til Íslands, Svíþjóðar, Þýskalands og Portúgals og er tímabært að ég endurgjaldi henni,“ segir Helgi Valur, en hann kynntist konu sinni, sem er ensk, þegar hann var leikmaður Peterborough fyrir fimmtán árum.Skrítið ár í Danmörku Árið 2003 hélt Helgi Valur aftur til Fylkis og spilaði með uppeldisfélaginu næstu þrjú tímabilin. Frá 2006 hefur hann lengst af spilað í Svíþjóð (Öster, Elfsborg og AIK) en einnig í Þýskalandi (Hansa Rostock) og Portúgal (Belenenses). „Félagið átti erfitt uppdráttar og það komu upp ýmiss konar vandræði utan vallar,“ sagði hann um veru sína hjá Belenenses, en eftir eitt tímabil rifti hann samningi sínum við félagið og samdi við AGF í Danmörku. „Ég ákvað að taka þann samning til að athuga hvort ég gæti endurheimt gleðina og hvatninguna sem mér fannst vanta til að leggja mig allan fram. Mér leið mjög vel í Danmörku en það var skrítið að vera án fjölskyldunnar. AGF komst upp, ég naut trausts þjálfarans og spilaði mikið en ég fann að ég var ekki 100 prósent. Hugurinn fylgdi bara ekki með,“ segir hann. Hann segist nokkuð viss um að atvinnumannsferlinum sé lokið en útilokar þó ekkert um framtíðina. „Mér fannst ég þurfa pásu frá fótboltanum en ég veit ekkert hvað gerist eftir hálft ár. Ef ég tek fram skóna aftur þá yrði það ekki sem atvinnumaður heldur til þess að njóta þess að spila.“Skil stöðu mína í landsliðinu Helgi Valur á að baki 33 leiki með A-landsliði Íslands og hefur verið í kringum íslenska landsliðshópinn síðustu ár. Hann hefur þó ekki verið valinn síðan í lok síðasta árs og fáar mínútur fengið í mótsleikjum þegar hann hefur verið valinn. „Það voru alltaf 3-4 miðjumenn á undan mér í byrjunarliðið og ég skil það vel að yngri leikmenn, sem geta tekið við síðar, hafa verið valdir fram yfir mig í hópinn,“ segir hann. „Það hjálpaði mér að taka þessa ákvörðun. En mér þykir auðvitað vænt um landsliðið og á þar marga góða vini. Ég mun fylgjast náið með því og hvetja það áfram.“ Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
„Ég er hættur eins og er. Það er kominn tími til að skipta um gír,“ segir Helgi Valur Daníelsson en þær fregnir bárust frá félagi hans, AGF í Danmörku, í gærmorgun að Helgi Valur hefði fengið samningi sínum við félagið rift þar sem hann vilji binda enda á knattspyrnuferil sinn. „Ég er búinn að spila fótbolta alla mína ævi en í lengri tíð hef ég verið að hugsa um annað sem ég gæti gert við tíma minn,“ sagði hinn 33 ára Helgi Valur við Fréttablaðið í gær. Hann var þá kominn aftur heim til Portúgals en þar býr hann með konu sinni og þremur börnum. „Fjölskyldunni líður vel hér og hér ætlum við að vera eitthvað áfram,“ bætir hann við. Helgi Valur útilokar þó ekki að spila á Íslandi í framtíðinni, þó svo að það sé ekki í kortunum nú.Endurgjalda konunni minni Fjölskyldan flutti til Portúgals árið 2013 þegar Helgi Valur samdi við Belenenses. „Konan mín er hér í góðri vinnu og börnunum líður vel í skólanum. Hún er að hefja sinn starfsferil og ég vildi ekki setja hennar plön úr skorðum. Hún hefur nú elt mig til Íslands, Svíþjóðar, Þýskalands og Portúgals og er tímabært að ég endurgjaldi henni,“ segir Helgi Valur, en hann kynntist konu sinni, sem er ensk, þegar hann var leikmaður Peterborough fyrir fimmtán árum.Skrítið ár í Danmörku Árið 2003 hélt Helgi Valur aftur til Fylkis og spilaði með uppeldisfélaginu næstu þrjú tímabilin. Frá 2006 hefur hann lengst af spilað í Svíþjóð (Öster, Elfsborg og AIK) en einnig í Þýskalandi (Hansa Rostock) og Portúgal (Belenenses). „Félagið átti erfitt uppdráttar og það komu upp ýmiss konar vandræði utan vallar,“ sagði hann um veru sína hjá Belenenses, en eftir eitt tímabil rifti hann samningi sínum við félagið og samdi við AGF í Danmörku. „Ég ákvað að taka þann samning til að athuga hvort ég gæti endurheimt gleðina og hvatninguna sem mér fannst vanta til að leggja mig allan fram. Mér leið mjög vel í Danmörku en það var skrítið að vera án fjölskyldunnar. AGF komst upp, ég naut trausts þjálfarans og spilaði mikið en ég fann að ég var ekki 100 prósent. Hugurinn fylgdi bara ekki með,“ segir hann. Hann segist nokkuð viss um að atvinnumannsferlinum sé lokið en útilokar þó ekkert um framtíðina. „Mér fannst ég þurfa pásu frá fótboltanum en ég veit ekkert hvað gerist eftir hálft ár. Ef ég tek fram skóna aftur þá yrði það ekki sem atvinnumaður heldur til þess að njóta þess að spila.“Skil stöðu mína í landsliðinu Helgi Valur á að baki 33 leiki með A-landsliði Íslands og hefur verið í kringum íslenska landsliðshópinn síðustu ár. Hann hefur þó ekki verið valinn síðan í lok síðasta árs og fáar mínútur fengið í mótsleikjum þegar hann hefur verið valinn. „Það voru alltaf 3-4 miðjumenn á undan mér í byrjunarliðið og ég skil það vel að yngri leikmenn, sem geta tekið við síðar, hafa verið valdir fram yfir mig í hópinn,“ segir hann. „Það hjálpaði mér að taka þessa ákvörðun. En mér þykir auðvitað vænt um landsliðið og á þar marga góða vini. Ég mun fylgjast náið með því og hvetja það áfram.“
Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira