Samkvæmt frétt hollenska dagblaðsins De Telegraaf hefur Nantes fest kaup á landsliðsframherjanum Kolbeini Sigþórssyni frá Ajax.
Samkvæmt fréttinni hafa félögin náð samkomulagi en Nantes greiðir Ajax þrjár milljónir evra fyrir Kolbein sem hefur þrisvar sinnum orðið Hollandsmeistari með liðinu.
Kolbeinn gekk til liðs við Ajax frá AZ Alkmaar árið 2011 og hefur skorað 53 mörk í 148 leikjum með liðinu.
Félagaskiptin hafa ekki enn verið staðfest af Ajax né Nantes sem endaði í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
De Telegraaf: Nantes búið að kaupa Kolbein
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn