Ari Freyr Skúlason skoraði eitt marka OB í 3-2 tapi gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. OB í fimmta sætinu eftir fimm leiki.
Jeppe Tversekov kom Randers yfir á fjórðu mínútu, en Ari Freyr jafnaði metin á sextándu mínútu. Kenneth Zohore kom OB yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Nicolai Brock-Madsen jafnaði fyrir Randers fimm mínútum síðar.
Viktor Lundberg reyndist svo hetja Randers, en hann skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og lokatölur 3-2 sigur Randers.
OB er í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina, en þeir hafa unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.
Ari Freyr og Hallgrímur Jónasson spiluðu báðir allan leikinn fyrir OB.
Ari Freyr skoraði í tapi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn


Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

