Sigmar hættir í Kastljósinu Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2015 14:38 Sigmar Guðmundsson: Stressið og álagið og þessir löngu vinnudagar henta mér engan veginn meðan ég sinni batanum og fjölskyldunni. Fyrir liggur að Kastljós RÚV verður með talsvert breyttu sniði þegar þátturinn kemur úr sumarfríi. Sigmar Guðmundsson mun hætta í þættinum en hann hefur verið ritstjóri þar undanfarin árin.Djöflaeyjan tengd KastljósinuRakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, en Kastljós heyrir undir fréttasvið Ríkisútvarpsins, segir ótímabært að greina frá því nákvæmlega í hverju breytingarnar felist, einfaldlega vegna þess að það liggur ekki fyrir. Heimildir Vísis herma að hugmyndir séu uppi um að tengja þáttinn nánar við menningarþáttinn Djöflaeyjuna, þó ekki með beinum hætti heldur að það komi innslög þaðan inn í Kastljósið og svo eftir þáttinn. Djöflaeyjan myndi þá leggjast af í núverandi mynd.Vill vinna í bata sínum„Það er rétt. Ég ætla ekki að vera ritstjóri næsta vetur. Það hentar mér ekki. Eins og menn vita fór ég í meðferð og er að taka á mínum málm. Stressið og álagið og þessir löngu vinnudagar henta mér engan veginn meðan ég sinni batanum og fjölskyldunni. Um þetta erum við, ég og yfirmenn mínir, algjörlega sammála. Ég hef óskað eftir þægilegri innivinnu á skrifstofutíma,“ segir Sigmar og hlær.Ekki fjölskylduvænt starf Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá Sigmari, hann verður í Útsvarinu auk þess að sinna öðrum verkefnum innan RÚV sem ekki er tímabært að greina frá hver eru. „Ég hef verið þarna í 13 ár í Kastljósinu og fínt að fá hvíld frá því.“ Þá er ekki frágengið hver tekur við af Sigmari sem ritstjóri Kastljóss. „Ég held að það liggi ekki fyrir en ég tel eðlilegast að það sé Þóra Arnórsdóttir, en ég hef ekki hugmynd um að hvort hún hafi áhuga á því. Því þetta starf er langt því frá að vera fjölskylduvænt.“ Tengdar fréttir Simmi í Kastljósi undir í glímunni við Bakkus Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóss er á leið á Vog í afvötnun og tilkynnti vinum sínum á Facebook það nú rétt í þessu. 20. maí 2015 14:52 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fyrir liggur að Kastljós RÚV verður með talsvert breyttu sniði þegar þátturinn kemur úr sumarfríi. Sigmar Guðmundsson mun hætta í þættinum en hann hefur verið ritstjóri þar undanfarin árin.Djöflaeyjan tengd KastljósinuRakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, en Kastljós heyrir undir fréttasvið Ríkisútvarpsins, segir ótímabært að greina frá því nákvæmlega í hverju breytingarnar felist, einfaldlega vegna þess að það liggur ekki fyrir. Heimildir Vísis herma að hugmyndir séu uppi um að tengja þáttinn nánar við menningarþáttinn Djöflaeyjuna, þó ekki með beinum hætti heldur að það komi innslög þaðan inn í Kastljósið og svo eftir þáttinn. Djöflaeyjan myndi þá leggjast af í núverandi mynd.Vill vinna í bata sínum„Það er rétt. Ég ætla ekki að vera ritstjóri næsta vetur. Það hentar mér ekki. Eins og menn vita fór ég í meðferð og er að taka á mínum málm. Stressið og álagið og þessir löngu vinnudagar henta mér engan veginn meðan ég sinni batanum og fjölskyldunni. Um þetta erum við, ég og yfirmenn mínir, algjörlega sammála. Ég hef óskað eftir þægilegri innivinnu á skrifstofutíma,“ segir Sigmar og hlær.Ekki fjölskylduvænt starf Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá Sigmari, hann verður í Útsvarinu auk þess að sinna öðrum verkefnum innan RÚV sem ekki er tímabært að greina frá hver eru. „Ég hef verið þarna í 13 ár í Kastljósinu og fínt að fá hvíld frá því.“ Þá er ekki frágengið hver tekur við af Sigmari sem ritstjóri Kastljóss. „Ég held að það liggi ekki fyrir en ég tel eðlilegast að það sé Þóra Arnórsdóttir, en ég hef ekki hugmynd um að hvort hún hafi áhuga á því. Því þetta starf er langt því frá að vera fjölskylduvænt.“
Tengdar fréttir Simmi í Kastljósi undir í glímunni við Bakkus Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóss er á leið á Vog í afvötnun og tilkynnti vinum sínum á Facebook það nú rétt í þessu. 20. maí 2015 14:52 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Simmi í Kastljósi undir í glímunni við Bakkus Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóss er á leið á Vog í afvötnun og tilkynnti vinum sínum á Facebook það nú rétt í þessu. 20. maí 2015 14:52