Lést eftir að hafa keypt megrunartöflur á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 11:23 Elois Parry. MYnd/Lögreglan í West Mercia Hin 21 árs gamla Eloise Parry lést á sjúkrahúsi fyrr í mánuðinum eftir að hafa tekið megrunartöflur sem hún keypti á netinu. Verið er að framkvæma tilraunir á töflunum en grunur leikur á að þær innihaldi dinitrophenol, eða DNP, sem er eitrað efni sem notað er í iðnaði. Lögreglan segist hafa áhyggjur af uppruna taflanna og rannsakar nú hvar töflurnar voru keyptar og hvar þær voru auglýstar. „Skýrsla réttarmeinafræðingsins mun segja til um nákvæm dánarorsök Eloise en við hvetjum almenning til að fara varlega þegar lyf og fæðubótarefni eru keypt á internetinu,“ hefur Sky News eftir Jennifer Mattinson hjá lögreglunni í West Mercia. „Efni frá óskráðum heimasíðum gæti ógnað heilsu ykkar, þar sem þau gætu verið skaðleg, útrunnin eða fölsuð.“ Á vef Guardian er haft eftir móður Eloise að læknar hafi sagt að banvænn skammtur væri tvær töflur. Eloise tók hins vegar átta töflur. Á vef BBC segir að móðir Elois hafi ekki vitað af töflunum fyrr en eftir á. Hún biður fólk um að halda sig frá lyfjum sem innihalda DNP. Elois gekk sjálf inn á sjúkrahúsið en þegar hún hafði farið í efnagreiningu urðu læknarnir órólegir. „Læknarnir áttu ekki möguleika á að bjarga lífi hennar, því miður.“ Reynt var að kæla Elois en ekkert gekk og móðir hennar segir að hún hafi brunnið upp innan frá. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Hin 21 árs gamla Eloise Parry lést á sjúkrahúsi fyrr í mánuðinum eftir að hafa tekið megrunartöflur sem hún keypti á netinu. Verið er að framkvæma tilraunir á töflunum en grunur leikur á að þær innihaldi dinitrophenol, eða DNP, sem er eitrað efni sem notað er í iðnaði. Lögreglan segist hafa áhyggjur af uppruna taflanna og rannsakar nú hvar töflurnar voru keyptar og hvar þær voru auglýstar. „Skýrsla réttarmeinafræðingsins mun segja til um nákvæm dánarorsök Eloise en við hvetjum almenning til að fara varlega þegar lyf og fæðubótarefni eru keypt á internetinu,“ hefur Sky News eftir Jennifer Mattinson hjá lögreglunni í West Mercia. „Efni frá óskráðum heimasíðum gæti ógnað heilsu ykkar, þar sem þau gætu verið skaðleg, útrunnin eða fölsuð.“ Á vef Guardian er haft eftir móður Eloise að læknar hafi sagt að banvænn skammtur væri tvær töflur. Eloise tók hins vegar átta töflur. Á vef BBC segir að móðir Elois hafi ekki vitað af töflunum fyrr en eftir á. Hún biður fólk um að halda sig frá lyfjum sem innihalda DNP. Elois gekk sjálf inn á sjúkrahúsið en þegar hún hafði farið í efnagreiningu urðu læknarnir órólegir. „Læknarnir áttu ekki möguleika á að bjarga lífi hennar, því miður.“ Reynt var að kæla Elois en ekkert gekk og móðir hennar segir að hún hafi brunnið upp innan frá.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira