Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 11:53 Gunnar Bragi leitar upplýsinga um bannið. Vísir „Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag. Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag.
Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00
SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41
Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00