Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 11:53 Gunnar Bragi leitar upplýsinga um bannið. Vísir „Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag. Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
„Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag.
Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00
SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41
Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00