Máli Snædísar ekki áfrýjað: Fullnaðarsigur í gífurlega fordæmisgefandi máli Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2015 13:56 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/Stefán Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt. Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt.
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30
Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37